Tuesday, 23 September 2008

Peningar í pósti

Um daginn fengum við Sigurður Gísli greiddan út arð frá rafveitunni. Við fengum endurgreiðslu upp á rúmar 19 þúsund krónur og við höfum ekki hugmynd um afhverju. Sérstaklega þar sem við höfum greitt um 19 þús í rafmagn síðan við fluttum inn. Þessir fjármunir koma sér sérstaklega vel núna þar sem heimilið þarf að fjárfesta í nýju skóhorni. Þannig er mál með vexti að sl laugardagskvöld sátum við skötuhjúin uppi í sófa og lásum þegar barið var að dyrum. Við urðum frekar hissa þar sem klukkan var tæplega ellefu að kvöldi og við áttum ekki von á neinum. Hérahjartað ég sendi Sigurð Gísla til dyra og eftir að hafa kíkt í gægjugatið á útidyrahurðinni ákvað hann að opna fyrir stelpunni. Hún reyndist vera all ölvaður maður með sítt hár og í engu nema jakka af kærustunni sinni. Kallgreyið hafði læst sig úti og vantaði eitthvað til að spenna gluggann upp með. Þar sem Sigurður treysti manninum ekki fyrir leddaranum (leatherman..) fékk hann plastherðatré og skóhorn. Hvorki hefur sést til herðatrésins né skóhornsins síðan, reyndar höfum við ekki séð til mannsins heldur. Við höfum mikið pælt í því hvernig hann fór að því að læsa sig úti allsber í jakka af kærustunni, sérstaklega þar sem hún var fjarri góðu gamni.

4 comments:

Anonymous said...

í guðanna bænum hættið að slaka svona mikið á á laugardagskvöldum, það er þá sem undarlega fólkið fer á stjá og það er alltaf betra að vera eitt af þeim heldur en undrandi fórnlamb...

Anonymous said...

Ekki funduði þessa mynd á netinu?

Anonymous said...

Þetta skóhorn er núna pottþétt sönnunargagn í ástríðuglæp, þið getið búist við lögreglunni. Eru ekki tekin fingraför og lífsýni þegar maður kemur til Nýja Sjálands ... sem minnir soldið á Nýja Landsbanka Íslands sem er nýjasta útspilið í kreppunni :Þ

Anonymous said...

Haha þetta er fyndin saga... Greinilega mikið um að vera hjá ykkur þarna úti :) Gaman að fylgjast með ykkur skötuhjúum ;-D