Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum góðar stundir á liðnum árum



Alla vega.... þegar Castle rock var úr sögunni héldum við rúntinum áfram.
Við tókum stutta göngu í gegnum skóglendi og skoðuðum Kauri tré en þau verða víst mjög gömul og stór.
Síðan var haldið á ströndina. Eftir um hálftíma göngu komum við niður að New Chums beach, ég held að ég hafi aldrei komið á jafn fallega strönd og í þokkabót vorum við næstum því ein allan tímann sem við vorum þar.
Eftir frábæran dag á ströndinni fórum við til Whitanga en þar áttum við pantaða gistingu, eigandinn fann svo til með okkur útaf ástandinu á Íslandi að hann gaf okkur „Íslendingaafslátt“. Við rifum okkur á fætur um 6 leytið og brunuðum niður á Hot water beach, við þurftum að vera snemma á ferðinni útaf háfjöru. Undir ströndinni er 60°C heitt vatn og maður getur grafið sér holu í sandinn og notið þess að sitja í heitum potti alveg þangað til flæðir að aftur.Um níuleytið vorum við aftur komin á veginn á leið að skoða Cathedral Cove.
Eftir það var klukkan rétt að nálgast 11 og við áttum allan daginn eftir (sniðugt að vakna svona snemma). Við fórum aftur til Whitianga og Sigurður Gísli skellti sér á sjókayak en ég lá á ströndinni og las. Svo dúlluðum við okkur bara í afslöppun þar til við héldum aftur til Auckland um kvöldmatarleytið. Þessi ferð var algjört æði, veðrið lék við okkur og við fengum smá lit (meira rauðan en sólbrúnan).
fjölskyldur og vinir að grilla og leika sér á víð og dreif um garðinn. Í miðjum garðinum er eldfjallið One Tree Hill sem við gegnum uppá. Á uppleiðinni mættum við tveimur ofurhugum á kassabílum á fleygiferð niður fjallið (klikkað lið).
Það væri óskandi að Reykjavík ætti svona almenningsgarða en ekki bara ferköntuð tún á víð og dreif. Göngutúrinn endaði frekar dapurlega þegar við komum út að hálfþornuðu lóni við hraðbraut á suðurströndinni, við vorum ekki einu sinni alveg viss um að við værum komin á leiðarenda. Þrátt fyrir að Auckland búar telji almenningssamgöngur sínar ömurlegar fundum við strætó með lítilli fyrirhöfn og nokkurra mínútna bið. Allt í allt gengum við 20 km á 5 tímum og áttum því vel skilið að fá okkur einn kaldann við heimkomuna. Á miðnætti heilsaði Sigurður síðan uppá hresslinga með aðstoð veraldarvefsins og vefmyndavéla en Hrönn var alveg búin eftir gönguna og steinsvaf.
Þar var kastað út akkeri og hent sér í sjóinn. Hrönn var ansi ryðguð og mundi varla eftir því að anda inn og út! Fyrsta köfunin fór því að mestu leyti í upprifjun og að læra að átta sig neðansjávar þar sem þetta voru fyrstu kafanirnar okkar án leiðsagnar. Eftir góðan hádegismat skelltum við okkur í kalda blautbúninga og aftur út í 14°C heitan sjóinn (sem er skítkalt). Kuldinn var hins vegar vel þess virði þar sem litadýrðin var engu lík og við rákumst á gaddaskötu (e. Stingray eins og drap Steve Irwin) ljóta moray ála og óteljandi fiskkvikindi af öllum stærðum og gerðum.
Daginn eftir var aftur haldið út að morgni til, í þetta skiptið ultum við frekar hressilega og nokkrir meðkafarar föðmuðu borðstokkinn og skiluðu morgunmatnum, einn var meira að segja svo sniðugur að gubba á blautbúninginn hans Sigurðar Gísla. Við eyjarnar var hins vegar blanka logn og frábær köfun. Við settum dýptarmet (30 m) og köfuðum inn í helli þar sem við enduðum í torfu af bláum mao mao fiskum.
Á heimsiglinunni varð flestum bumbult en sem fiskimannaafkomendur létum við það ekki á okkur fá. Eins og sést á myndinni hér að neðan á sjómannslífið svo vel við Sigurð að hann gat meira að segja leyst skipperinn af.
Til að horfa á úrslitaleikinn á EM með nokkrum Þjóðverjum á hostelinu okkar, þurftum við að vakna klukkan hálfsjö sem er eiginlega fullsnemmt þegar maður er í fríi. Þjóðverjarnir áttu ekki í neinum vandræðum með að vakna og sumir fengu sér meira að segja bjór í morgunmat. Eftir það keyrðum við niður vesturströndina þar sem rigningin nær víst einhverjum 7000mm á ári. Við fögnuðum 8 ára afmælinu okkar í Greymouth, gistum á Hotel Revington, fórum í skoðunarferð um Monteith's Brewery og borðuðum "all you can eat BBQ", sem stóð ekki alveg undir nafni en dagurinn var nú samt góður þar sem mér tókst að koma Hrönn á óvart með því að kaupa handa henni Paua eyrnalokka (það er erfitt að kaupa óvænta gjöf handa einhverjum sem maður er með 24 tíma á sólarhring). Eftir að hafa kíkt aðeins á Frans Josef skriðjökulinn í smá rigningu keyrðum við lengra suður á bóginn og lentum í svo gríðarlegri rigningu að það sást varla út úr augum.
Í suður-Ölpunum, eins og þeir kalla fjallgarðinn sinn hérna, gistum við í Wanaka og Queenstown sem eru afskaplega fallegir bæir við fjallavötn. Við reyndum fyrir okkur á snjóbrettum sem var mjög gaman þar til fjallinu var lokað út af snjóbyl. Rútan sem við vorum á þurfti að stoppa til að keðja, þótt það væri nú ekki mikill snjór. Dekkin á rútunni voru hins vegar algerlega munsturlaus svo keðjurnar eru skiljanlegar. Nagladekk virðast óþekkt fyrirbæri hérna en hins vegar er sums staðar skylda að vera með keðjur ef færðin er ”þung”.
Við keyrðum norður eftir austurströndinni og stoppuðum á fjölmörgum stöðum til að skoða dýralíf og náttúrufegurð á leiðinni til Dunedin, sáum m.a. mörgæsir, sæljón og albatrossa. Í Dunedin gengum við eftir átthyrndum götum í miðbænum sem kallast the Octagon. Á leiðinni til Christchurch stoppuðum við á strönd með fullt af stórum kúlalaga steinum (1-2m í þvermál). Ég las jarðfræðiútskýringu á því hvernig þeir urðu til en ég ætla ekki að svæfa ykkur. Í Christchurch, sem er mjög falleg borg, var tímanum eytt í að þramma um götur bæjarins í sólskini og prófa kaffihúsin og veitingastaði.
Núna erum við komin ”heim” til Auckland aftur, alvara lífsins tekin við, ég að byrja í skólanum aftur og Hrönn í atvinnuleit. Við gáfum okkur samt tíma til að fara á kvikmyndahátið hérna í gær, við sjáum brasilísku myndina Tropa de Elite í risastóru leikhúsi og mælum eindregið með henni, hún nær spennu og gríni Hollívúdd mynda en er um leið átakanleg þar sem viðfangsefnið er talsvert raunverulegra en maður á að venjast.
NýSjálendingar eru sjúkir í rúbbý. Landsliðið þeirra heitir All blacks og í hverjum einasta fréttatíma er sýnt frá æfingu hjá þeim og viðtal við leikmenn og þjálfara. Þeir fá bara ekki nóg. Þetta er einhver rosalegasta íþrótt sem ég hef séð. Allt öðruvísi en amerískur rúbbý þar sem leikmennirnir standa bara út á vellinum í brynjunum sínum af því að það er alltaf leikhlé. Það er ekki málið hér. Leikmennirnir eru allir yfir 1.80m og 100kg af vöðvum og það er aldrei leikhlé (nema náttúrulega í hálfleik), þeir eru ekki með neinar brynjur og hika ekki við að berja eða hlaupa næsta mann niður til að koma boltanum yfir línuna. Við skötuhjúin erum að fara á leik í kvöld, All blacks vs. England.
Undanfarnar tvær vikur hafa að mestu farið í rólegheit, rölta um borgina, finna skemmtilegar búðir, veitingastaði og kaffihús. Það hefur verið fínt en núna þarf ég að fá vinnu bráðum. Það tekur á að vera í fríi, sérstaklega þegar maður „gerir ekkert“. Sigurður Gísli lærir og lærir, enda í prófum. Á mánudaginn er síðasta prófið hans og þriðjudagurinn fer í að klára eh skýrsludruslu en á miðvikudaginn förum við í þriggja vikna road trip og ég get ekki beðið. Það er allt klappað og klárt og það eina sem vantar núna er ökumanninn. Maður fer víst ekki langt án hans. Ég get ekki keyrt hérna, ég hef ekki reynt það ennþá en ég á í mestu vandræðum með að fara yfir götur. Er alveg orðnin rugluð og veit ekkert úr hvaða átt bílarnir koma. Það er doldið skrýtið að vera bíllaus allt í einu á gamals aldri. Ég er enn að venjast því að geta ekki bara hoppað útí bíl og farið þangað sem ég vil. Almenningssamgöngurnar hér eru ótrúlega lélegar. Þannig að ég labba bara allt sem ég þarf að fara.
Í gær fór ég með Jónasi sænska og Jóhönnu þýsku kærustunni hans til Piha. Jónas er brettagæi og fer oft þangað til að surfa. Hann ætlaði að kenna mér en sagði að sjórinn væri of kaldur, þannig að ég á það inni hjá honum. Piha er ótrúlegur staður rétt fyrir utan Auckland, risastór strönd með svörtum sandi og stökum klettum hér og þar. Ég eiginlega get ekki lýst því, þið verðið bara að kíkja á myndirnar sem ég set inn seinna.
Um síðustu helgi tókum við okkur bílaleigubíl og keyrðum til Whangapharaoa en þar býr frændi. Hann er orðin 82 ára kallinn og þegar ég talaði við hann í síma misskildum við víst hvort annað. Hann bauð okkur að koma í heimsókn og ég hélt að hann hefði sagt okkur að koma late afternoon, en við áttum víst að mæta uppúr hádegi og þau voru orðin ansi áhyggjufull, voru meira að segja að íhuga að hringja á lögguna og kalla út leitarlið. Við komum til þeirra um hálffjögur og sátum hjá þeim í nokkra klukkutíma. Mér finnst alveg magnað að fara hinum megin á hnöttin og svo kemur í ljós að maður á skyldfólk þar.
Nu er det ved at være på tide at jeg presenter et lille update på den forhenværende kolonimagts sprog. Meget er sket siden jeg forlod Danmark, men jeg vil prøve at forholde mig til det som kommer mig ved. De første par uger her i landet var rimelig hektiske, det var mange introfester som skulle klares, et universitetssystem som skulle forstås og generalt mange ting som skulle købes fra butikker som jeg ikke kendte. Men det fik jeg så styr på og skolen startede forholdsvis roligt. Jeg bor i et 9 kvm værelse 5 minutters gang fra ingenør bygningen på uni, og kun et kvarter fra centrum. Udmærket placering men en rimelig dårlig bolig og den er også lidt dyr. Men mine 3 bofæller er udmærkede og der er gang i den her i weekenderne (nogle gange måske lidt for meget, for sådan en gammel mand som mig).
Jeg benyttede chancen mens skolen var rolig og kom væk fra Auckland, til Bay of Islands, hvor jeg var på sejltur med en hel masse andre udenlanske studenter. Det var en god tur, vi fik kanon godt vejr og der var mulighed for at snorkle, sejle kano og lege på stranden. Busturen frem og tilbage var til gengæld rimeligt skod, en gammel Mercedes spand som kom helt ned på tyve i timen op ad bakkerne.
En vandretur i lavaområdet hvor noget af Lord of the Rings blev filmet fik jeg også klaret. Jeg gik 60 km på tre dage med en Amerikaner (Joe) og vi gik op ad bakker på en total højde af 3500 meter (nørd som jeg er, tog jeg en gps børge med). Det var en ret fantastisk oplevelse, meget smuk natur og jeg fandt ud af at denne rejsemåde passer mig ganske godt. Kig på billederne, forhåbentlig kan de vise noget af det som jeg fik set.
HMNZS Canterbury blev sunket for et halvt år siden og det skulle undersøges på en dykkertur. Jeg dykkede 4 gange på en rigtig god weekend og kom helt ned på 30 m dybde. Vi dykkede også i undersøiske huler og inde i vraget, som var en ny og spændende oplevelse for mig.
Jeg har kigget på noget af byens natteliv, men de fleste øl bliver kværnet på studenterbaren på Universitetet, den er tæt på og billig, jeg giver 25 DKK for en litersbamse, men det er nærmest en standard størrelse på den bar. New Zealændere er et rimelig godt folkefærd, de er næsten alle sammen ekstremt venlige og altid parat til at hjælpe udlændingen. Samfundet er meget multietnisk, med de indfødte Maori og en hel del folk fra rundt omkring i Asien. Man kan få sushi og andet lignende over det hele men de er også rimelig glade for sine „pies“ her.
Jeg har travlt med skolen for tiden og så er jeg også begyndt at gå til fodbold, men uheldigvis tager det alt for meget tid eftersom jeg bliver nødt til at bruge Aucklands bussystem, som er meget ringe, specielt hvis man har lidt kendskab til Københavns transportsystem. Jeg har ikke flere rejser planlagt indtil Hrønn kommer herned, men det er først om en måned (det er sgu lidt svært at vente). Det er såmænd alt hvad jeg har at sige foreløbig, send endelig en lille besked herned om hvad I foretager jer.
Nú hefur örlítið meira gerst heldur en síðast þegar ég skrifaði hérna. Ég fór í alveg æðislega köfunarferð með kafaraklúbb skólans um síðustu helgi. Ég kafaði 4 sinnum á tveimur dögum og skoðaði skipsflakið HMNZS Canterbury og neðansjávarhella. Þar sem ég hafði einungis kafað einu sinni undanfarin 5-6 ár var ég talsvert ryðgaður í þessu, en það kom allt saman fljótt aftur. Myndband úr köfuninni sést hérna, ég mæli með að þið hækkið hljóðið. Myndir af þessum ótrúlega viðburði eru væntanlegar á næstunni.
Við samleigjendurnir fórum á bar í hæstu byggingu Nýja Sjálands (Sky Tower, 319m) fyrir nokkru. Þar var ágætis stemming, lifandi tónlist (gamlir kallar, en samt alveg ágætir) og eldhress barþjónn, sem meðal annars bauð upp á logandi skot, eins og sést á vinstri myndinni.
Áður en ég fór að kafa kynnti ég Háskóla Íslands á skiptinámsráðstefnu hérna í skólanum. Ég bjó til einstaklega öfluga landkynningu í formi aflbendilssýningar (powerpoint show) og hélt fyrirlestur fyrir heilar ÞRJÁR manneskjur. Fyrirlesturinn gekk vel, fyrir utan það að ég gat ekki fengið myndvarpann í gang svo ég þurfti að halda fyrirlesturinn á fartölvunni minni. Hún varð síðan rafmagnlaus í miðri sýningu. Niðurstaðan er sem sagt sú að þið þurfið ekki að óttast fjölmenna innrás Nýsjálendinga í HÍ.
Það var frí í skólanum í síðustu viku. Samleigjendur mínir nýttu tækifærið og forðuðu sér, en ég sat heima og lærði. Það var frekar leiðinlegt og ég saknaði Hrannar en meira en venjulega þegar ég var svona alveg einn. En nú eru ”bara” 48.639 mínútur þangað til Hrönn kemur til mín. Ótrúlegt hvað maður finnur sér að reikna þegar maður á að vera að læra.
Það hefur frekar lítið skemmtilegt gerst hjá mér undanfarnar vikur þannig að ég eyði ekki miklu púðri í að segja frá því. Það sem er einna mest spennandi er þegar ég kíki á gengi íslensku krónunnar á hverju kvöldi. Þar sem slatti af peningunum sem við Hrönn munum eyða hérna, er á Íslandi er eins og ég sé að spila Lottó á hverjum degi.
Þrátt fyrir að hafa flutt á milli landa nokkrum sinnum og ferðast á milli landa ótal sinnum áttaði ég mig samt ekki á því að ég myndi fá (vægt) menningaráfall við það að flytja til hins „vestræna“ Nýja Sjálands. Þetta eru allt saman smáatriði, en samt hlutir sem ég tek eftir, stundum um leið, en stundum fatta ég ekki fyrr en eftir á að eitthvað sé pirrandi af því að það er aðeins öðruvísi. Tökum nokkur dæmi:
Ég rata ekki í búðunum hérna. Það tók mig rúman mánuð að finna eyrnapinna, ég var farinn að heyra illa vegna of mikils eyrnamergs.
Sódavatn (kolsýrt vatn) hérna er flatt – það er eins og það hafi verið opið á borðinu í viku.
Það vinna miklu fleiri í búðum hérna. Samt finnst þeim allt í lagi að láta mann bíða í smástund áður en þeir afgreiða. Mjög pirrandi fyrir stressaðan einstakling eins og mig.
Það getur verið erfitt að skilja Nýsjálendinga út af hreimnum, sérstaklega þá sem tala hratt. Helstu einkenni nýsjálensks hreims eru að segja i í stað e (þeir segja t.d. iducation í stað education) og að draga a á langinn í sumum orðum (caaaaaaar þýðir bíll).
Kalda vatnið úr krananum er ekkert kalt – það er volgt og ekkert sérstaklega gott.
Kaffið er yfirleitt ekki gott og kostar 180 kall í nemendafélagsjoppunum – ég sakna Verkvals.
Þeir keyra vitlausu megin á veginum – það er ótrúlegt að ég hafi ekki labbað fyrir bíl ennþá.
En það eru góðir hlutir líka....
Fólk bíður góðan daginn með því að segja „how are you?“ og það hljómar eins og þeim sé hreinlega ekki sama – langflestir Nýsjálendingar eru mjög vinalegir (ekki vinsamlegir heldur vinalegir).
Stúdentabarinn hérna bíður upp á „jugs“ sem eru líterskönnur af bjór á NZ $6.70 sem eru um tæpar 400 ISK (í dag alla vega) og meira að segja stelpurnar drekka beint úr þessum fullorðinsbjórum.
Það fæst sushi alls staðar – meira að segja í skólasjoppunni. Þeir svindla samt aðeins – og setja stundum eitthvað kjötkyns í staðinn fyrir hráan fisk.
En aftur að mér, ég átti afmæli um daginn og þá fékk ég kort frá samleigjendum mínum sem eru að meðaltali rúmum átta árum yngri en ég. Þau voru ekki lengi að taka upp þráðinn þar sem vinir mínir (hresslingar) slepptu honum og byrjuðu strax að skjóta á mig, eins og sést á myndinni hér að neðan.
Ég pantaði mér alklæðnað um daginn á netinu, nánar tiltekið Hress Megastore, mæli eindregið með þessu, myndin hér að neða segir allt sem segja þarf (þið stelpurnar getið m.a.s. keypt þveng með þessu eitursvala merki á).
Á föstudaginn er skiptinámskynning og þar verð ég með 10 mínútna fyrirlestur um Ísland, endilega sendið mér línu ef þið hafið einhverja hugmynd um af hverju það er góð hugmynd að læra á klakanum.