Sunday, 16 November 2008

Við erum nýkomin heim frá Cook eyjum þar sem við eyddum síðustu viku. Ferðin var æði í alla staði og ég vildi að við hefðum getað verið í viku í viðbót. Eins og flestir vita erum við á heimleið og eigum bara nokkra daga eftir í Auckland. Ótrúlegt hvað hvað tíminn hefur verið fjlótur að líða. Ég hlakka mikið til að sýna myndir og segja sögur af ferðum okkar en þetta verður líklega síðasta færslan frá Nýja Sjálandi:( Þar sem við erum að loka netinu, rafmagninu og ganga frá lausum endum áður en við leggjum í´ann heim á þriðjudaginn.

Að lokum kemur ein lítil mynd af okkur hjónaleysunum með 50 kílóa túnfiskflykkið sem við veiddum á Cook:) Ekki amalegt eintak það!

3 comments:

Anonymous said...

vó hvað þetta er stórt kvikyndi:) Hlakka til að fá þig heim skvís. Það er svo mega kaffiboð niðrí Haganum góða 27.nóv, með kennurunum og læti. Be ther or be skver. Er að skrifa þér tölvupóst líka...hann fer að detta í hús - Kveðja Guðríður

Anonymous said...

Vá hvað tíminn líður hratt!! Greinilega búið að vera mikið ævintýri hjá ykkur.
Góða ferð heim og hlakka til að sjá ykkur :)

Kveðja,
Berta.

Anonymous said...

namm túnfiskur