Saturday, 31 May 2008

Komin

Ég náði á leiðarenda, jei! Ég var samt doldið þreytt og mygluð þegar hann Sigurður minn kom og tók á móti mér.

Síðan ég kom, síðasta sunnudag, hef ég nú ekki gert ýkja mikið. Labbað doldið um borgina og eiginlega bara ekkert annað. Ég verð að segja að Auckland er ekkert rosalega stór og mér finnst ekki eins og ég sé í tæplega tveggja milljón manna borg. Ég er reyndar með harðsperrur og hef verið með síðan ég kom. Við eigum náttúrulega engan bíl núna (sem er fáránlega erfitt) og göturnar hérna eru bara brekkur. Erfiðast var þó að labba út í búð til að kaupa í matinn og bera hann svo aftur heim, úff.

Íbúðin okkar er rosa fín, svoldið lítil, en rosa flott. Húsgögnin eru ný og eldhúsið er ótrúlega fancý. Fyrst fannst mér staðsetningin alveg glötuð, enda rataði ég ekkert. Núna er ég helsátt og hef eiginlega allt í kringum mig sem ég þarf, nema matarbúðin mætti vera aðeins nær. Internet tengingin hér er drasl, ég get varla horft á youtube myndbönd og ég sakna HÍ netsins sem var 10 sinnum hraðara en það sem við erum með núna. En hei maður fær ekki allt.

Núna er löng helgi útaf afmæli drottningarinnar á mánudaginn en hún á samt ekki afmæli fyrr en í ágúst. Mjög spes. Við ætluðum að fara eitthvert útút borginni en Sigurður Gísli þarf að læra og ég er ekkert spennt fyrir því að fara ein. Þannig að í bili er ég bara heimadrekkandi húsmóðir.

Saturday, 24 May 2008

Hálfnuð

Núna eru bara ca. 20 tímar þar til ég kemst til Nýja Sjálands :)

Núna sit ég á LAX og bíð eftir fluginu mínu. Ég held að þetta sé ömurlegasti flugvöllur sem ég hef komið á en ég þarf bara að vera hérna í rúma 5 tíma í viðbót.