Saturday, 13 September 2008

Göngutúrinn mikli

Við erum að fara hingað . Það tók okkur bara 8 tíma að velja ákvörðunarstað og kaupa miðana. Sigurður var komin á það að stoppa bara í Færeyjum á heimleiðinni til að einfalda hlutina. Þetta hafðist þó allt að lokum og við eigum viku á paradísareyju í vændum. Við fjárfestum líka í flugmiðum heim og verðum komin á klakann í lok nóvember.

Laugardaginn 6.sept kynntumst við betri hliðum Auckland þegar við gengum „coast to coast“ (sjá kort hér) í blíðskaparveðri. Leiðin liggur frá norðurstönd til suðurstrandar borgarinnar í gegnum almeningsgarða og eldkeilur en hvort tveggja er á víð og dreif hérna. Faðir borgarinnar, John Logan Campbell var svo forsjáll á þarsíðustu öld að gefa borgarbúum almenningsgarð á stærð við Garðabæ. Þegar við gengum í gegnum hann voru tveir rúgbý leikir í gangi með nokkur hundruð áhorfendum,


fjölskyldur og vinir að grilla og leika sér á víð og dreif um garðinn. Í miðjum garðinum er eldfjallið One Tree Hill sem við gegnum uppá. Á uppleiðinni mættum við tveimur ofurhugum á kassabílum á fleygiferð niður fjallið (klikkað lið).


Það væri óskandi að Reykjavík ætti svona almenningsgarða en ekki bara ferköntuð tún á víð og dreif. Göngutúrinn endaði frekar dapurlega þegar við komum út að hálfþornuðu lóni við hraðbraut á suðurströndinni, við vorum ekki einu sinni alveg viss um að við værum komin á leiðarenda. Þrátt fyrir að Auckland búar telji almenningssamgöngur sínar ömurlegar fundum við strætó með lítilli fyrirhöfn og nokkurra mínútna bið. Allt í allt gengum við 20 km á 5 tímum og áttum því vel skilið að fá okkur einn kaldann við heimkomuna. Á miðnætti heilsaði Sigurður síðan uppá hresslinga með aðstoð veraldarvefsins og vefmyndavéla en Hrönn var alveg búin eftir gönguna og steinsvaf.

3 comments:

Anonymous said...

Prufa prufa....

Hafið það gott ástarhnossin mín,
kveðja af klakanum,
Ella gella
p.s. ef þetta komment tekst eftir margar tilraunir, þá er sko ekki aftur snúið..þið eigið eftir að blokka mig á endanum...heheheh...knús á ykkur :)

Anonymous said...

Flott að uppgötva að þið séuð með blogg svona þegar þið eruð búin að bóka flugmiðana heim...
Við söknum þín úr skólanum elsku Hrönn en það verður nú tryllt stuð hjá okkur í Haga þegar við förum í lokaverkefnið eftir áramót ;)

Unknown said...

Hvaða hvaða maður er búinn að missa af þessu bloggi í marga mániði! Meira ævintýrið hjá ykkur skötuhjúum, við hlökkum til að fá ykkur heim :)

Árni biður að heilsa ;)

kv. Sandra (lybbi, bestari og svo margt fleira)