Wednesday, 18 March 2009

Afsakið

Rosalega er mikið að gerast hér. Ég mundi allt í einu eftir þessari blessuðu síðu. Við Sigurður Gísli höfum verið doldið upptekin undanfarið og erum enn. Málið er bara að það er frá voða litlu að segja núna þegar við erum flutt heim og grámyglaður hversdagsleikinn tekinn við.
Hér er smá uppfærsla:
Ég er að vinna lokaverkefnið mitt í læknagarði, það gengur svona lala eins og lokaverkefni almennt ganga held ég. Hef eiginlega engan tíma né áhuga núna til að taka myndir, finnst allar ljósmyndirnar mínar ljótar núna :( Það breytist vonandi bráðum. Ég á samt eftir að setja heilan bunka inn á flickr. Vonandi hefst það fyrir árslok. Annars var ég að byrja á twitter.com/hronnsla veit ekki alveg af hverju það ætti að ganga betur en að blogga.
Sigurður Gísli er að vinn hjá Össuri og er í hálfu námi. Strákurinn er alltaf jafn upptekinn. Núna er hann að smíða rafmagnsbíl á kvöldin og um helgar og þegar hann er ekki í því spilar hann fótbolta með fc dragon. Allir að fylgjast með töffaranum á vellinum í sumar. Annars átti hann afmæli í síðustu viku, the big 30 og ætlar að halda uppá það í maí þegar hægist um.
Vonandi líða minna en þrír mánuðir í næstu færslu.

No comments: