Tuesday, 29 July 2008

Fréttaskot

Takk fyrir afmæliskveðjurnar:) Ég átti bara fínan afmælisdag þrátt fyrir að hafa engan nálægt til að dekra mig.

Eftir því sem ég eldist því meira sæki ég í fréttir. Eins og ég þoldi ekki fréttatímann þegar ég var lítil! Fréttirnar hér eru frekar lélegar. Ég las t.d. um óveðrið sem geisaði hér um síðustu helgi á mbl! Mér finnst eins og lögð sé meiri áhersla á rúbbý og frægt fólk frekar en fréttnæma hluti. T.d þykir merkilegra að fyrirlið All blacks sé orðin spilfær eftir meiðsli heldur en að þrír létust í óveðrinu sem gekk yfir um síðustu helgi. Fyrirliðinn fær a.mk. meiri umfjöllun. Annað sem kemur mér á óvart er hversu mikið er um ofbeldi hérna. Morð, rán, klíkur og sérstaklega heimilisofbeldi. Það er ótrúlega mikið auglýst hérna, hvert eigi að leita eftir hjálp og að hvetja konur til þess. Á heimasíðu hérlendra Stígamóta kemur fram að ein af þremur NýSjálenskum konum upplifa líkamlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi, einhvern tímann á lífsleiðinni, af hendi maka. Konur og börn eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi heima hjá sér en úti á götu. Mér finnst þetta ansi ótrúlegar tölur. Kannski er ég bara svona græn af því að ég er ekki vön slíku á litla Íslandi.

Óveðrið um síðustu helgi var það svaðalegasta í c.a áratug. Ég fann eiginlega ekkert fyrir því í Auckland enda var það verst fyrir sunnan okkur. Núna er önnur viðvörun, ekki jafn hvasst en spáð er 12 tíma úrhelli og miklum flóðum og þegar rignir hérna þá rignir. Um daginn var bara venjuleg rigning og flest niðurföll full og litlir lækir skoppandi eftir götunum.



No comments: