Sunday, 27 July 2008

All by myself.....


Afmælisdagurinn byrjaði ekki vel. Ég kvaddi Sigurð Gísla fyrir hálf átta í morgun. Hann fór í skólaferðalag að skoða orkuver og hveri einhversstaðar (hann mun örugglega skrifa æsispennandi ferðasögu þegar hann kemur heim) og ég er only the lonley í 6 daga. Ég þekki eiginlega engan hér og er ekki enn komin með vinnu (m.ö.o. atvinnulaus), ég hef því eiginlega ekkert að gera á daginn. Það sem verra er að ég á eiginlega engan pening og get ekki einu sinni keypt mér vini!

Ég spanderaði samt í dag (afmælisgjöf frá mér til mín). Fór í bíó á Auckland film festval og sá Shadow of the Holy book. Í fyrsta skiptið sem ég fer ein í bíó og það var hreinlega ekki svo slæmt. Myndin er drullugóð, fyndin og fær mann til að hugsa.

Afmæliskvöldverðurinn verður svo spagetti með léttsteiktu nautakjöti, portobello sveppum og parmesan osti og til að toppa einveruna, ein flaska hvítvín yfir star wars: the phantom menace.

Good times:)

2 comments:

Hinrik said...

Til Hamingju með afmælið. Að vera heimadrekkandi húsmóðir er greinilega erfiðara en ég hélt.

Hafið þið eitthvað lent í veðrinu sem geisar þarna núna eða er þetta bara eitthvað sem íslendingar eru vanir.

Kv Hinrik, Brynja og Bjartur Bóas

Kasvasi said...

Til hamingju með afmælið og eigðu góða afmælisdaga. Því eins og þú væntanlega veist ekki þá gildir alheimsreglan í þínu tilviki. Það er að segja að þegar maður er einn í framandi landi á afmælisdegi sínum þá má maður halda annan í afmæli daginn eftir (enda íslenskur siður þetta annan í þessu og hinu.

Afmæliskveðja frá Kalla og Maju.